Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:14 Öll þrjú íslensku flugfélögin, Play, Icelandair og Niceair, fljúga til Aeropuerto Reina Sofia flugvallarins á suðurhluta Tenerife. Getty/EyesWideOpen Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira