Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2023 10:31 Einar Bárðarson er með mörg verkefni á sinni könnu hverju sinni. Þessa dagana heldur hann úti hlaðvarpinu Einmitt. Vísir/Vilhelm Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum. Í tilkynningu frá Votlendissjóði segir að ferlið við að öðlast vottun sé þegar hafið. Fram að vottun verði látið af sölu kolefniseininga en sjóðurinn kalli þó áfram eftir samvinnu við landeigendur sem eru áhugasamir um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, eflingu fuglalífs og lífs í vötnum og ám og/eða sölu alþjóðlega vottaðra kolefniseininga. Samhliða því hættir Einar Bárðarson störfum sem framkvæmdastjóri. „Samið hefur verið við framkvæmdastjóra sjóðsins um starfslok en hann mun áfram verða stjórn sjóðsins innan handar við útistandandi verkefni,“ segir í tilkynningunni. Einar hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í á fjórða ár. „Vinna við að afla Votlendissjóði alþjóðlega vottun er í fullum gangi. Tímaáætlun EFLU, verkfræðistofu, gerir ráð fyrir að vottunarferlinu ljúki á seinni hluta þessa árs og því standa vonir til þess að hægt verði að hefja vottaða endurheimt á seinni hluta ársins 2023 og sölu á virkum einingum, fyrir hönd áhugasamra landeigenda, á síðari hluta ársins 2024.“ Fram kemur að á árinu 2022 hafi sjóðurinn aðeins endurheimt 79 hektara af votlendi, sem er undir 0,1% af því sem talið hefur verið unnt að endurheimta hérlendis. „Þetta voru stjórninni mikil vonbrigði og því þörf á að taka skref til baka og skoða heildarmyndina. Ýmsir þættir hafa haft neikvæð áhrif á öflun jarða til endurheimtar votlendis, svo sem skortur á fjárhagslegum hvötum til landeigenda, bið eftir formlegri staðfestingu á áhrifum endurheimtar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku votlendi, skortur á vottun og skortur á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. Með vottun vonast Votlendissjóður til þess að rutt verði úr vegi flestum þessara þröskulda.“ Ingunn Anges Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Þá hafi umhverfi Votlendissjóðs tekið töluverðum breytingum frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2018. „Sjóðurinn hefur í gegnum tíðina fjármagnað endurheimtarverkefni sín með sölu kolefniseininga sem verða til við framkvæmdirnar. Í takt við nýlega tækniforskrift um kolefnisjöfnun er lögð aukin áhersla á að slíkar einingar skuli vera vottaðar af þriðja aðila. Sjóðurinn tók þátt í vinnu Staðlaráðs við tækniforskriftina og fagnar því að komin sé fram skýr umgjörð um framleiðslu vottaðra kolefniseininga hér á landi og hvað felst í kolefnisjöfnun með loftslagsverkefnum. En þar sem Votlendissjóður er ekki kominn með vottun á kolefniseiningar sínar, takmarkar það möguleika hans til fjármögnunar verkefna.“ Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir stöðuna sem upp sé komin vonbrigði. „Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum ennþá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi,“ segir Ingunn. Nánari upplýsingar frá Votlendissjóði um vottunarferlið má sjá að neðan. Vinna við að tryggja loftslagsverkefnum Votlendissjóðs alþjóðlega vottun er í fullum gangi. Fyrir um tveimur árum fól Votlendissjóður verkfræðistofunni Eflu að kanna möguleika sjóðsins á slíkum vottunum og í framhaldi af þeirri greiningu stofnaði sjóðurinn til samstarfs Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans, undir stjórn Eflu, til að kalla fram undirstöðugögn slíkrar vottunar. Sú vinna nýtist ekki bara Votlendissjóði heldur öllum sem stefna á að sækja um vottun á loftslagsverkefnum sem snúa að endurheimt votlendis á Íslandi. Votlendissjóðurinn og Landgræðslan hafa leitað eftir stuðningi Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis og Matvælaráðuneytis, til þess að hægt sé að klára vinnuna sem fyrst. Gert er ráð fyrir að samið verði við Eflu um að stýra vinnunni, í samstarfi við sérfræðinga Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans. Meðal annars verða teknar saman þær fjölmörgu rannsóknir sem unnar hafa verið á losun framræstra mýra hérlendis, til að staðfesta á formlegan hátt meðallosun gróðurhúsalofttegunda úr framræstum íslenskum mýrum. Hingað til hefur vinna Landgræðslunnar og Votlendissjóðs tekið mið af alþjóðlegu viðmiði Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) um meðallosun, sem fundið er út frá íslenskum og erlendum rannsóknum. Einnig er rétt að taka fram að öll verkefni sem unnin hafa verið að frumkvæði Votlendissjóðs hingað til, hafa verið samkvæmt ferlum viðurkenndum af IPCC og talin inn í Loftslagsbókhald Íslands. Þó svo Votlendissjóður hafi haft frumkvæði að þessu samfloti og sótt á bæði ráðuneytin að fjármagna vottunarvinnuna fer enginn hluti þess fjármagns til sjóðsins, sem hvorki býr yfir rannsóknarþekkingu né sérmenntuðu starfsfólki til slíkra verka. Eins er það til að gæta hlutleysis í því umhverfi sem vinnan er unnin og tryggja að útkoma hennar séu gagnsæ, opinber gögn. Þau gögn munu nýtast öllum sem stuðla vilja að endurheimt framræsts votlendis, samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum, um leið og vistkerfum er unnin bót og átak gert í loftslagsbaráttunni. Með vottun vonast Votlendissjóður til þess að rutt verði úr vegi ákveðnum þröskuldum sem staðið hafi í vegi fyrir öflun jarða til endurheimtar og fjármögnun slíkra verkefna. Um framræst votlendi Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. Með endurheimt votlendis er átt við það að landinu sé aftur breytt í mýri, með því að stífla eða fylla upp í skurðina. Erlendar og innlendar rannsóknir sýna að við þessa aðgerð minnkar losun gróðurhúsalofttegunda. Losun frá framræstu votlendi er stærsti losunarþáttur af mannavöldum á Íslandi. Ekki er raunhæft að endurheimta allt framræst votlendi, þar sem hluti þess er nýttur t.d. við landbúnað eða skógrækt. Ekki liggur fyrir staðfest mat á hve stór hluti framræsts votlendis er endurheimtanlegur og ekki í notkun. Miðað hefur verið við að það sé um þriðjungur af framræstu votlendi eða um 100 þúsund hektarar. Ef unnt væri að endurheimta slíkt landsvæði, næmi það 14% af heildarlosun Íslands, eða því sem nemur losun frá öllum iðnaði eða því að taka 975 þúsund bensínbifreiðar varanlega úr notkun. Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ var endurheimt votlendis metin ein af hagkvæmustu lausnum Íslands í loftslagsmálum. Umhverfismál Vistaskipti Loftslagsmál Tengdar fréttir Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. 19. október 2022 09:23 „Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 29. júní 2022 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Í tilkynningu frá Votlendissjóði segir að ferlið við að öðlast vottun sé þegar hafið. Fram að vottun verði látið af sölu kolefniseininga en sjóðurinn kalli þó áfram eftir samvinnu við landeigendur sem eru áhugasamir um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, eflingu fuglalífs og lífs í vötnum og ám og/eða sölu alþjóðlega vottaðra kolefniseininga. Samhliða því hættir Einar Bárðarson störfum sem framkvæmdastjóri. „Samið hefur verið við framkvæmdastjóra sjóðsins um starfslok en hann mun áfram verða stjórn sjóðsins innan handar við útistandandi verkefni,“ segir í tilkynningunni. Einar hefur starfað sem framkvæmdastjóri sjóðsins í á fjórða ár. „Vinna við að afla Votlendissjóði alþjóðlega vottun er í fullum gangi. Tímaáætlun EFLU, verkfræðistofu, gerir ráð fyrir að vottunarferlinu ljúki á seinni hluta þessa árs og því standa vonir til þess að hægt verði að hefja vottaða endurheimt á seinni hluta ársins 2023 og sölu á virkum einingum, fyrir hönd áhugasamra landeigenda, á síðari hluta ársins 2024.“ Fram kemur að á árinu 2022 hafi sjóðurinn aðeins endurheimt 79 hektara af votlendi, sem er undir 0,1% af því sem talið hefur verið unnt að endurheimta hérlendis. „Þetta voru stjórninni mikil vonbrigði og því þörf á að taka skref til baka og skoða heildarmyndina. Ýmsir þættir hafa haft neikvæð áhrif á öflun jarða til endurheimtar votlendis, svo sem skortur á fjárhagslegum hvötum til landeigenda, bið eftir formlegri staðfestingu á áhrifum endurheimtar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku votlendi, skortur á vottun og skortur á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. Með vottun vonast Votlendissjóður til þess að rutt verði úr vegi flestum þessara þröskulda.“ Ingunn Anges Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Þá hafi umhverfi Votlendissjóðs tekið töluverðum breytingum frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2018. „Sjóðurinn hefur í gegnum tíðina fjármagnað endurheimtarverkefni sín með sölu kolefniseininga sem verða til við framkvæmdirnar. Í takt við nýlega tækniforskrift um kolefnisjöfnun er lögð aukin áhersla á að slíkar einingar skuli vera vottaðar af þriðja aðila. Sjóðurinn tók þátt í vinnu Staðlaráðs við tækniforskriftina og fagnar því að komin sé fram skýr umgjörð um framleiðslu vottaðra kolefniseininga hér á landi og hvað felst í kolefnisjöfnun með loftslagsverkefnum. En þar sem Votlendissjóður er ekki kominn með vottun á kolefniseiningar sínar, takmarkar það möguleika hans til fjármögnunar verkefna.“ Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs, segir stöðuna sem upp sé komin vonbrigði. „Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum ennþá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi,“ segir Ingunn. Nánari upplýsingar frá Votlendissjóði um vottunarferlið má sjá að neðan. Vinna við að tryggja loftslagsverkefnum Votlendissjóðs alþjóðlega vottun er í fullum gangi. Fyrir um tveimur árum fól Votlendissjóður verkfræðistofunni Eflu að kanna möguleika sjóðsins á slíkum vottunum og í framhaldi af þeirri greiningu stofnaði sjóðurinn til samstarfs Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans, undir stjórn Eflu, til að kalla fram undirstöðugögn slíkrar vottunar. Sú vinna nýtist ekki bara Votlendissjóði heldur öllum sem stefna á að sækja um vottun á loftslagsverkefnum sem snúa að endurheimt votlendis á Íslandi. Votlendissjóðurinn og Landgræðslan hafa leitað eftir stuðningi Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis og Matvælaráðuneytis, til þess að hægt sé að klára vinnuna sem fyrst. Gert er ráð fyrir að samið verði við Eflu um að stýra vinnunni, í samstarfi við sérfræðinga Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans. Meðal annars verða teknar saman þær fjölmörgu rannsóknir sem unnar hafa verið á losun framræstra mýra hérlendis, til að staðfesta á formlegan hátt meðallosun gróðurhúsalofttegunda úr framræstum íslenskum mýrum. Hingað til hefur vinna Landgræðslunnar og Votlendissjóðs tekið mið af alþjóðlegu viðmiði Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) um meðallosun, sem fundið er út frá íslenskum og erlendum rannsóknum. Einnig er rétt að taka fram að öll verkefni sem unnin hafa verið að frumkvæði Votlendissjóðs hingað til, hafa verið samkvæmt ferlum viðurkenndum af IPCC og talin inn í Loftslagsbókhald Íslands. Þó svo Votlendissjóður hafi haft frumkvæði að þessu samfloti og sótt á bæði ráðuneytin að fjármagna vottunarvinnuna fer enginn hluti þess fjármagns til sjóðsins, sem hvorki býr yfir rannsóknarþekkingu né sérmenntuðu starfsfólki til slíkra verka. Eins er það til að gæta hlutleysis í því umhverfi sem vinnan er unnin og tryggja að útkoma hennar séu gagnsæ, opinber gögn. Þau gögn munu nýtast öllum sem stuðla vilja að endurheimt framræsts votlendis, samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum, um leið og vistkerfum er unnin bót og átak gert í loftslagsbaráttunni. Með vottun vonast Votlendissjóður til þess að rutt verði úr vegi ákveðnum þröskuldum sem staðið hafi í vegi fyrir öflun jarða til endurheimtar og fjármögnun slíkra verkefna. Um framræst votlendi Framræst votlendi er mýri sem hefur verið þurrkuð upp með skurðum. Með endurheimt votlendis er átt við það að landinu sé aftur breytt í mýri, með því að stífla eða fylla upp í skurðina. Erlendar og innlendar rannsóknir sýna að við þessa aðgerð minnkar losun gróðurhúsalofttegunda. Losun frá framræstu votlendi er stærsti losunarþáttur af mannavöldum á Íslandi. Ekki er raunhæft að endurheimta allt framræst votlendi, þar sem hluti þess er nýttur t.d. við landbúnað eða skógrækt. Ekki liggur fyrir staðfest mat á hve stór hluti framræsts votlendis er endurheimtanlegur og ekki í notkun. Miðað hefur verið við að það sé um þriðjungur af framræstu votlendi eða um 100 þúsund hektarar. Ef unnt væri að endurheimta slíkt landsvæði, næmi það 14% af heildarlosun Íslands, eða því sem nemur losun frá öllum iðnaði eða því að taka 975 þúsund bensínbifreiðar varanlega úr notkun. Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ var endurheimt votlendis metin ein af hagkvæmustu lausnum Íslands í loftslagsmálum.
Umhverfismál Vistaskipti Loftslagsmál Tengdar fréttir Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. 19. október 2022 09:23 „Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 29. júní 2022 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Losun frá tveimur jörðum sögð jafnast á við 800 bíla Votlendi sem var endurheimt á tveimur jörðum á vestanverðu landinu í haust er sagt hafa stöðvað losun á um 1.600 tonnum af koltvísýringi á ári. Það jafnast á við losun frá 800 fólksbílum árlega. 19. október 2022 09:23
„Lífið er fullt af ógeðslega flóknum verkefnum“ Einar Bárðarson þekkja flestir hvort sem það er úr útvarpinu, sjónvarpinu, tónlistinni eða sem umboðsmann. Hann segist vera duglegur að taka ábyrgð og gangast við því sem miður fer í lífinu og rifjar meðal annars upp Eurovision ævintýrið og það hvernig fólk rís upp eftir að hafa verið slegið niður í lífinu. 29. júní 2022 21:00