Óskar Hrafn og Heimir bítast um fyrsta Þungavigtarbikarinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans enduðu síðasta tímabil á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn og gætu byrjað nýtt tímabil á að vinna titil í kvöld. Hér er Óskar Hrafn með Íslandsmeistaraskjöldinn við hlið konu sinnar Laufeyjar Kristjánsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti fótboltatitilinn á árinu 2023 er í boði í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira