Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:03 Þjóðhagsspá Íslandsbanka var birt í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025 Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025
Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira