Staðfest að 87 hafi látist í sprengingunni í Pakistan Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 07:52 Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar í Peshawar. EPA Yfirvöld í Pakistan hafa nú staðfest að 87 hafi látist í árás sjálfsvígssprengjumanns í mosku í pakistanska héraðinu Peshawar í gær. Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan. Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan.
Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23
Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56