Fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaði Sunna Arnardóttir skrifar 31. janúar 2023 08:01 Þökk sé #MeToo hreyfingunni þá hefur umræða um ofbeldi og birtingarmyndir þess færst í aukana á öllum miðlum, sem og einstaklinga á milli. Þær margvíslegu tegundir ofbeldis sem geta komið fram og birtingarmyndir þeirra eru mikið ræddar, og er þar helst stiklað á: -Líkamlegu ofbeldi -Kynferðislegu ofbeldi -Andlegu ofbeldi -Tilfinningalegu ofbeldi -Fjárhagslegu ofbeldi Umræðan útfrá #MeToo hefur spunnist mikið útfrá ofbeldi í samböndum, en ofbeldi fyrirfinnst á fleiri stöðum. Í 3.gr. reglugerðar 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er ofbeldi skilgreint sem „Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.“ Samkvæmt þessari skilgreiningu þá tekur reglugerðin fyrir flestar tegundir ofbeldis; líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, og tilfinningalegt. En ekki fjárhagslegt ofbeldi. Er rætt er um ástæður þess sem einstaklingar festast í ofbeldissamböndum, og erfiðleikar þeirra við að komast úr þeim samböndum, þá er það tíðrætt að lykillinn að skjótri undankomu er fjárhagslegt sjálfstæði. Af hverju er þá ekki meira rætt um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum? Umræða í samfélaginu um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum einkennist oft af því að lýsa brotunum sem fjárhagslegu tjóni fyrir þolanda, þjófnaði, eða sem samningsbroti. Fjárhagslega ofbeldið er þannig flokkað með öðrum brotum sem tengjast eignum, en ekki einstaklingnum sjálfum. Ofbeldið er þannig smættað frá því að vera hegðun sem leiðir til skaða, hótun um slíkt, þvingun, eða handahófskenndri sviptingu frelsis, yfir í að vera missir á fjármunum sem einfalt er að greiða tilbaka. Athuga skal að gerður er hér greinarmunur á því sem kallað er „launaþjófnaður“ og fjárhagslegu ofbeldi: -Launaþjófnaður: Atvinnurekandi sem leitast eftir að lækka útgjöld sín á kostnaði vegna launa og launatengdra gjalda með því að forðast að greiða kjarabundin réttindi starfsfólks, eða sleppa greiðslu á launatengdum gjöldum. -Fjárhagslegt ofbeldi: Einstaklingur í áhrifastöðu innan atvinnurekanda notar stöðu sína til þess að beita öðrum einstaklingi fjárhagslegum skaða eða þjáningu, hefur hótanir um slíkt, beitir þvingunum eða handahófskenndri sviptingu frelsis við athæfið. Munurinn þarna á er ásetningur geranda. Ásetning er oft hægt að sjá á því að hegðun geranda beinist gagngert að einum eða fleiri þolanda, á meðan annað starfsfólk verður ekki fyrir áhrifum. Hægt er að finna merki um bæði launaþjófnað, sem og fjárhagslegt ofbeldi hjá sama atvinnurekanda. Birtingarmyndir fjárhagslegs ofbeldis á vinnumarkaðinum eru margvíslegar, en sem dæmi má nefna: -Gerandi neitar greiðslu á unnum yfirvinnutímum til þolanda. -Gerandi skráir unna tíma á þolanda, þegar viðkomandi svaraði útkalli. -Gerandi neitar þolanda um auka vaktir, og hamlar þannig því að þolandi geti unnið sér fyrir hærri launum. -Gerandi hótar að halda eftir launum þolanda. -Gerandi skráir rangan launataxta á þolanda. -Gerandi neitar, eða dregur, að lagfæra laun þegar bent er á misfærslur þar á. -Gerandi skráir of háan persónuafslátt á þolanda, og byggir þannig upp skuld þolanda við ríkið. -Gerandi greiðir út of há laun og krefur þolanda um endurgreiðslu án þess að veita þolanda sýn á útreikninga endurgreiðslunar. -Gerandi neyðir þolanda til að skrifa undir samning eða yfirlýsingu þar sem þolandi afsalar sér kjarasamningsbundnum réttindum. oMeð þessu fylgja oft hótanir, eða frelsissviptingar þar til þolandi skrifar undir. Hægt er að telja fram ótalmörg dæmi um hvernig fjárhagslegt ofbeldi kemur fram á vinnumarkaði, en ekki þarf mörg dæmi til að sjá af hverju brotin sem slík eru ávallt smættuð niður í efnahagsleg brot: -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis geta ekki verið framlínufólk, eða einfalt starfsfólk með enga ábyrgð. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt stjórnendur atvinnurekenda, og/eða þeir aðilar sem sjá um launin. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt þeir sem hafa peningavöldin hjá atvinnurekendum. Þrátt fyrir að fjárhagslegt ofbeldi snertir ávallt fjármuni, þá er ekki eingöngu um efnahagslegt brot að ræða. Þolendur fjárhagslegs ofbeldis lýsa mikilli vanlíðan við það að umgangast stjórnanda sem stigbundið færir inn misfærslur vegna launa þeirra, neitar þeim um tækifæri til að afla frekari tekna, og/eða hreinlega neitar að lagfæra rangfærslur launa. Því miður eru stéttarfélög ekki komin langt á leið er kemur að því að tækla fjárhagslegt ofbeldi. Sögur þolenda af frelsissviptingu, eða nauðungar við að undirrita samninga og yfirlýsingar eru oft smættaðar niður í undirritað blaðið og innihald þess. Þolendur þurfa þá enn frekar að heyra raunir sínar ræddar útfrá fjárhagslegu sjónarmiði, en ekki þeirri andlegu og tilfinningalegu vanlíðan sem atburðarrásin hefur kallað fram. Tilgangur smættunar ofbeldis gagnvart launtökum er eingöngu til þess að minnka kröfu þeirra á geranda sinn, ef mál er almennt tekið upp. Virkar þetta hamlandi á þolendur, þar sem þeir sjá lítinn tilgang í að sækja rétt sinn þar sem eingöngu verður athugað með fjárhagslegan missi, á meðan þolandinn þarf að ganga í gegnum tilfinninga- og andlega vanlíðan aftur á meðan á því ferli stendur. Líkt og #MeToo hefur opnað fyrir umræður um ofbeldi í samböndum, þá er kominn tími til þess að opna umræðuna um ofbeldi á vinnumarkaði frekar, og þá sérstaklega fjárhagslegt ofbeldi. Umræðan verður að hefjast einhvers staðar. Hver er þín saga? Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þökk sé #MeToo hreyfingunni þá hefur umræða um ofbeldi og birtingarmyndir þess færst í aukana á öllum miðlum, sem og einstaklinga á milli. Þær margvíslegu tegundir ofbeldis sem geta komið fram og birtingarmyndir þeirra eru mikið ræddar, og er þar helst stiklað á: -Líkamlegu ofbeldi -Kynferðislegu ofbeldi -Andlegu ofbeldi -Tilfinningalegu ofbeldi -Fjárhagslegu ofbeldi Umræðan útfrá #MeToo hefur spunnist mikið útfrá ofbeldi í samböndum, en ofbeldi fyrirfinnst á fleiri stöðum. Í 3.gr. reglugerðar 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er ofbeldi skilgreint sem „Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.“ Samkvæmt þessari skilgreiningu þá tekur reglugerðin fyrir flestar tegundir ofbeldis; líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, og tilfinningalegt. En ekki fjárhagslegt ofbeldi. Er rætt er um ástæður þess sem einstaklingar festast í ofbeldissamböndum, og erfiðleikar þeirra við að komast úr þeim samböndum, þá er það tíðrætt að lykillinn að skjótri undankomu er fjárhagslegt sjálfstæði. Af hverju er þá ekki meira rætt um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum? Umræða í samfélaginu um fjárhagslegt ofbeldi á vinnumarkaðinum einkennist oft af því að lýsa brotunum sem fjárhagslegu tjóni fyrir þolanda, þjófnaði, eða sem samningsbroti. Fjárhagslega ofbeldið er þannig flokkað með öðrum brotum sem tengjast eignum, en ekki einstaklingnum sjálfum. Ofbeldið er þannig smættað frá því að vera hegðun sem leiðir til skaða, hótun um slíkt, þvingun, eða handahófskenndri sviptingu frelsis, yfir í að vera missir á fjármunum sem einfalt er að greiða tilbaka. Athuga skal að gerður er hér greinarmunur á því sem kallað er „launaþjófnaður“ og fjárhagslegu ofbeldi: -Launaþjófnaður: Atvinnurekandi sem leitast eftir að lækka útgjöld sín á kostnaði vegna launa og launatengdra gjalda með því að forðast að greiða kjarabundin réttindi starfsfólks, eða sleppa greiðslu á launatengdum gjöldum. -Fjárhagslegt ofbeldi: Einstaklingur í áhrifastöðu innan atvinnurekanda notar stöðu sína til þess að beita öðrum einstaklingi fjárhagslegum skaða eða þjáningu, hefur hótanir um slíkt, beitir þvingunum eða handahófskenndri sviptingu frelsis við athæfið. Munurinn þarna á er ásetningur geranda. Ásetning er oft hægt að sjá á því að hegðun geranda beinist gagngert að einum eða fleiri þolanda, á meðan annað starfsfólk verður ekki fyrir áhrifum. Hægt er að finna merki um bæði launaþjófnað, sem og fjárhagslegt ofbeldi hjá sama atvinnurekanda. Birtingarmyndir fjárhagslegs ofbeldis á vinnumarkaðinum eru margvíslegar, en sem dæmi má nefna: -Gerandi neitar greiðslu á unnum yfirvinnutímum til þolanda. -Gerandi skráir unna tíma á þolanda, þegar viðkomandi svaraði útkalli. -Gerandi neitar þolanda um auka vaktir, og hamlar þannig því að þolandi geti unnið sér fyrir hærri launum. -Gerandi hótar að halda eftir launum þolanda. -Gerandi skráir rangan launataxta á þolanda. -Gerandi neitar, eða dregur, að lagfæra laun þegar bent er á misfærslur þar á. -Gerandi skráir of háan persónuafslátt á þolanda, og byggir þannig upp skuld þolanda við ríkið. -Gerandi greiðir út of há laun og krefur þolanda um endurgreiðslu án þess að veita þolanda sýn á útreikninga endurgreiðslunar. -Gerandi neyðir þolanda til að skrifa undir samning eða yfirlýsingu þar sem þolandi afsalar sér kjarasamningsbundnum réttindum. oMeð þessu fylgja oft hótanir, eða frelsissviptingar þar til þolandi skrifar undir. Hægt er að telja fram ótalmörg dæmi um hvernig fjárhagslegt ofbeldi kemur fram á vinnumarkaði, en ekki þarf mörg dæmi til að sjá af hverju brotin sem slík eru ávallt smættuð niður í efnahagsleg brot: -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis geta ekki verið framlínufólk, eða einfalt starfsfólk með enga ábyrgð. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt stjórnendur atvinnurekenda, og/eða þeir aðilar sem sjá um launin. -Gerendur fjárhagslegs ofbeldis eru ávallt þeir sem hafa peningavöldin hjá atvinnurekendum. Þrátt fyrir að fjárhagslegt ofbeldi snertir ávallt fjármuni, þá er ekki eingöngu um efnahagslegt brot að ræða. Þolendur fjárhagslegs ofbeldis lýsa mikilli vanlíðan við það að umgangast stjórnanda sem stigbundið færir inn misfærslur vegna launa þeirra, neitar þeim um tækifæri til að afla frekari tekna, og/eða hreinlega neitar að lagfæra rangfærslur launa. Því miður eru stéttarfélög ekki komin langt á leið er kemur að því að tækla fjárhagslegt ofbeldi. Sögur þolenda af frelsissviptingu, eða nauðungar við að undirrita samninga og yfirlýsingar eru oft smættaðar niður í undirritað blaðið og innihald þess. Þolendur þurfa þá enn frekar að heyra raunir sínar ræddar útfrá fjárhagslegu sjónarmiði, en ekki þeirri andlegu og tilfinningalegu vanlíðan sem atburðarrásin hefur kallað fram. Tilgangur smættunar ofbeldis gagnvart launtökum er eingöngu til þess að minnka kröfu þeirra á geranda sinn, ef mál er almennt tekið upp. Virkar þetta hamlandi á þolendur, þar sem þeir sjá lítinn tilgang í að sækja rétt sinn þar sem eingöngu verður athugað með fjárhagslegan missi, á meðan þolandinn þarf að ganga í gegnum tilfinninga- og andlega vanlíðan aftur á meðan á því ferli stendur. Líkt og #MeToo hefur opnað fyrir umræður um ofbeldi í samböndum, þá er kominn tími til þess að opna umræðuna um ofbeldi á vinnumarkaði frekar, og þá sérstaklega fjárhagslegt ofbeldi. Umræðan verður að hefjast einhvers staðar. Hver er þín saga? Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun