Miðlar vestanhafs hafa kallað björninn sjálfu-sjúkan. NBC greinir frá.
Nokkrar myndir af birninum má sjá hér að neðan. Ljóst er að björninn var ansi forvitinn um vélina.
Umsjónarmenn garðsins segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt. Garðurinn sem um ræðir er rúmlega átján þúsund hektarar að stærð og eru níu náttúrumyndavélar á svæðinu sem mynda dýralíf garðsins.
Minni myndavélarinnar getur borið 580 myndir svo lítið pláss var fyrir myndefni af öðrum dýrum á vélinni.
Recently, a bear discovered a wildlife camera that we use to monitor wildlife across #Boulder open space. Of the 580 photos captured, about 400 were bear selfies. Read more about we use wildlife cameras to observe sensitive wildlife habitats. https://t.co/1hmLB3MHlU pic.twitter.com/714BELWK6c
— Boulder OSMP (@boulderosmp) January 23, 2023
Hér að neðan má sjá myndband af því efni sem garðurinn hefur safnað í gegnum tíðina.