Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2023 22:16 Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvottum hafði ökumaðurinn, sem var að taka fram úr, verið í einhvers konar kappasktri við annan ungan ökumann á Norðurströnd og töldu sjónarvottarnir að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er við Norðurströnd. Bæjarstjóri segir íbúa hafa haft áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd um langt skeið. „Það er voðalega vont að það þurfi slys til til þess að umræða myndist,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Þetta er blindur kafli, allt frá Gróttu í vestri að bæjarmörkunum, sem er um það bil tveggja og hálfs kílómetra kafli. Hér er allt of mikill hraðakstur og oft legið við slysi. Og nú varð slys,“ segir Þór. Grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ segir Þór. Munt þú kalla eftir fundi með lögreglu? „Já, strax í fyrramálið mun ég kalla eftir fundi með lögreglu og reyna að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir okkur af því að hér er hreinlega allt of hraður akstur.“ Seltjarnarnes Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tveir bílar lentu saman á Norðurströnd á Seltjarnarnesi laust eftir klukkan ellefu á föstudagskvöld. Annar ökumannanna hafði verið að taka fram úr bíl þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Betur fór en á horfðist, enginn slasaðist alvarlega en fimm sem voru í bílunum voru fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvottum hafði ökumaðurinn, sem var að taka fram úr, verið í einhvers konar kappasktri við annan ungan ökumann á Norðurströnd og töldu sjónarvottarnir að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Fimmtíu kílómetra hámarkshraði er við Norðurströnd. Bæjarstjóri segir íbúa hafa haft áhyggjur af hraðakstri á Norðurströnd um langt skeið. „Það er voðalega vont að það þurfi slys til til þess að umræða myndist,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. „Þetta er blindur kafli, allt frá Gróttu í vestri að bæjarmörkunum, sem er um það bil tveggja og hálfs kílómetra kafli. Hér er allt of mikill hraðakstur og oft legið við slysi. Og nú varð slys,“ segir Þór. Grípa þurfi til aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum kafla, ekki síst þar sem göngugötur liggja yfir veginn á nokkur hundruð metra millibili. „Hraðamyndavélar og sektandi myndavélar hafa komið til tals. Nú er það á forræði lögreglunnar að raða slíku niður á höfuðborgarsvæðinu. Við munum kalla eftir að hér verði gripið til aðgerða,“ segir Þór. Munt þú kalla eftir fundi með lögreglu? „Já, strax í fyrramálið mun ég kalla eftir fundi með lögreglu og reyna að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir okkur af því að hér er hreinlega allt of hraður akstur.“
Seltjarnarnes Umferðaröryggi Lögreglumál Tengdar fréttir „Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31 Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Hraðakstur er dauðans alvara“ Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. 28. janúar 2023 19:31
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47