Umfjöllun: Frakkland - Danmörk 29-34 | Danir heimsmeistarar þriðja sinn í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2023 21:40 Niklas Landin, fyrirliði Dana, lyftir heimsmeistarabikarnum. getty/Michael Campanella Danir urðu heimsmeistarar þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í Tele 2 höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Danmörk er fyrsta þjóðin sem verður heimsmeistari þrisvar sinnum í röð. Danir eru taplausir í 28 leikjum í röð á heimsmeistaramóti sem er að sjálfsögðu met. Þeir töpuðu síðasta leik á HM fyrir Ungverjum 22. janúar 2017. Danmörk var sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og leiddi nánast allan tímann. Frakkland náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks en komst aldrei yfir. Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik fyrir Dani og skoraði tíu mörk úr ellefu skotum. Nýliðinn Simon Pytlick kórónaði frábært mót sitt og skoraði níu mörk. Mathias Gidsel skoraði sex mörk og varð markahæstur á HM. Niklas Landin varði þrettán skot (38 prósent) og Kevin Möller fimm (38 prósent). Nedim Remili skoraði sex mörk fyrir Frakka og Dika Mem fimm. Markvarslan hjá franska liðinu var lítil. Simon Pytlick var magnaður á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum.getty/Michael Campanella Danir byrjuðu leikinn af miklum krafti með Landin í miklum ham. Pytlick og Gidsel voru sjóðheitir og danska liðið komst mest fimm mörkum yfir, 7-12. Franska vörnin þéttist eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og í sókninni bar mest á Remili. Hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í 15-16. Frakkar jöfnuðu tvisvar í upphafi seinni hálfleiks en Danir náðu aftur frumkvæðinu og þriggja marka forskoti. Nicolas Tournat átti góða innkomu hjá Frakklandi um miðbik seinni hálfleiks og skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Frakkar gátu jafnað í 24-24 en Möller varði frá Kentin Mahe úr hraðaupphlaupi. Danir skoruðu þrjú af næstu fjórum mörkum og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27. Nedim Remili og félagar hans strönduðu á danska liðinu.getty/Michael Campanella Þetta forskot var svo ekki í hættu á lokakaflanum. Lauge skoraði að vild og Mads Mensah Larsen átti góða innkomu og gerði tvö mörk. Landin kláraði svo að segja leikinn með því að verja vítakast frá Melvyn Richardson í stöðunni 29-32. Danir skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins og unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Viðeigandi endir á frábæru móti hjá frábæru liði sem er komið í sögubækurnar. Handbolti HM 2023 í handbolta
Danir urðu heimsmeistarar þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í Tele 2 höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Danmörk er fyrsta þjóðin sem verður heimsmeistari þrisvar sinnum í röð. Danir eru taplausir í 28 leikjum í röð á heimsmeistaramóti sem er að sjálfsögðu met. Þeir töpuðu síðasta leik á HM fyrir Ungverjum 22. janúar 2017. Danmörk var sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og leiddi nánast allan tímann. Frakkland náði að jafna í upphafi seinni hálfleiks en komst aldrei yfir. Rasmus Lauge átti stórkostlegan leik fyrir Dani og skoraði tíu mörk úr ellefu skotum. Nýliðinn Simon Pytlick kórónaði frábært mót sitt og skoraði níu mörk. Mathias Gidsel skoraði sex mörk og varð markahæstur á HM. Niklas Landin varði þrettán skot (38 prósent) og Kevin Möller fimm (38 prósent). Nedim Remili skoraði sex mörk fyrir Frakka og Dika Mem fimm. Markvarslan hjá franska liðinu var lítil. Simon Pytlick var magnaður á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum.getty/Michael Campanella Danir byrjuðu leikinn af miklum krafti með Landin í miklum ham. Pytlick og Gidsel voru sjóðheitir og danska liðið komst mest fimm mörkum yfir, 7-12. Franska vörnin þéttist eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið og í sókninni bar mest á Remili. Hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í 15-16. Frakkar jöfnuðu tvisvar í upphafi seinni hálfleiks en Danir náðu aftur frumkvæðinu og þriggja marka forskoti. Nicolas Tournat átti góða innkomu hjá Frakklandi um miðbik seinni hálfleiks og skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Frakkar gátu jafnað í 24-24 en Möller varði frá Kentin Mahe úr hraðaupphlaupi. Danir skoruðu þrjú af næstu fjórum mörkum og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27. Nedim Remili og félagar hans strönduðu á danska liðinu.getty/Michael Campanella Þetta forskot var svo ekki í hættu á lokakaflanum. Lauge skoraði að vild og Mads Mensah Larsen átti góða innkomu og gerði tvö mörk. Landin kláraði svo að segja leikinn með því að verja vítakast frá Melvyn Richardson í stöðunni 29-32. Danir skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins og unnu á endanum fimm marka sigur, 29-34. Viðeigandi endir á frábæru móti hjá frábæru liði sem er komið í sögubækurnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti