Það var Beatrice Varley, sem keppir fyrir hönd Plymouth Leander, sem setti metið. Hún synti á 2:18,97 mínútum. Gamla metið átti Sara Nysted. Þetta er annað mótsmetið sem Beatrice setur um helgina en í gær setti hún met í 400m fjórsundi.
Hólmar Grétarsson, SH, náði lágmarki inná Norðurlandamót Æskunnar, NÆM, í 400 metra skriðsundi á tímanum 4:14,74 mínútur.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni, náði inná NÆM í 100 metra baksundi á tímanum 1:08,27 mínúta í morgun og bætti tímann sinn eftir hádegi og fór á 1:07,66 mínúta. Í sama sundi náði Ástrós Lovísa Hauksdóttir, ÍRB, einnig lágmarki á NÆM á nákvæmlega sama tíma og Ylfa fór á í morgun.
Íslendingarnir áttu pallinn í 200 metra baksundi en þar var Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB hlutskarpastur á 2:09.78 mínútum. Veigar Hrafn Sigþórsson og Bergur Fáfnir Bjarnason báðir úr SH fylgdu þar á eftir.
Anton Sveinn McKee kom sá og sigraði 100 metra bringusund á tímanum 1:01.88 mínúta.
Í morgun náði Vala Dís Cicero, SH, inn á Ólympíudögum Evrópuæskunnar, EYOF, og NÆM í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:08.31 mínútur. Hún staðfesti svo tímann sinn eftir hádegi og fór aftur undir lágmörkum.
Sigurvegarar úr hverri grein voru:
- 50m baksund karla: Fannar Snævar Hauksson, ÍRB
- 50m bringusund kvenna: Georgia Gussey, Playmouth Leander
- 50m flugsund karla: Thomas Leggett, Larne SC
- 50m skriðsund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
- 400m skriðsund karla: Birnir Freyr Hálfdánarsson, SH
- 200m fjórsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander
- 200m baksund karla: Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB
- 100m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
- 100m bringusund karla: Anton Sveinn McKee, SH
- 200m bringusund kvenna: Julianna Babbington, Plymouth Leander
- 200m flugsund karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association
- 100m flugsund kvenna: Kristín Helga Hákonardóttir, SH
- 100m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC
- 200m skriðsund kvenna: Beatrice Varley, Plymouth Leander
Á morgun er svo síðasti dagur Reykjavíkurleikana 2023, hlutinn hefst klukkan 9:30 en þá verður keppt í eftirfarandi greinum í undanúrslitum.
- 400m skriðsund kvenna
- 200m fjórsund karla
- 200m baksund kvenna
- 100m baksund karla
- 100m bringusund kvenna
- 200m bringusund karla
- 200m flugsund kvenna
- 100m flugsund karla
- 100m skriðsund kvenna
- 200m skriðsund karla
Hægt verður að horfa á beina útsendingu á netinu hér, einnig er hægt að fylgjast með á Youtube-síðu Sundsambandsins.