Gægjuþörfin meiri hjá þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 21:59 Elva Björk Ágústsdóttir er sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin. Vísir Sálfræðikennari segir fólk sem fylgist vel með samfélagsmiðlastjörnum og raunveruleikasjónvarpi hafa meiri „gægjuþörf“ en aðrir. Forvitnin skýrist af áhuga fólks á því að fylgjast með öðrum. Suma dreymi jafnvel um að feta í fótspor áhrifavalda. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira