Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn! Inga Sæland skrifar 27. janúar 2023 13:30 Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vg er því miður í mínum huga hreinn og klár svikaflokkur. Flokkur sem boðaði bjartari tíð fyrir bothættar sjávarbyggðir og kvótalitlar útgerðir, fyrir kosningarnar 2021. Margur bar þá von í brjósti að þegar Svandís Svavarsdóttir (Vg) settist í ráðherrastól myndi hún beita sér fyrir auknu réttlæti og bjartari tímum sjávarbyggðanna. Sú von var andvana fædd. Verk Svandísar hafa hingað til ekki verið í neinu samræmi við þá stefnu sem flokkurinn bauð kjósendum. Þvert á móti. Loforð um að efla strandveiðar voru „efnd“ með því að stöðva strandveiðar upp úr miðjum júlí og í stað þess að vinda ofan af kerfinu, þá flækir hún það enn frekar! Svandís bítur höfuðið af skömminni Á nýliðnu ári setti hún á laggirnar einn fjölmennasta stýrhóp Íslandssögunnar. Markmiðið var sagt vera að ná betri sátt um umdeilt kvótakerfi, sem hefur um áratugaskeið verið eitur í beinum stærsta hluta þjóðarinnar. Nú liggja fyrir bráðabirgðatillögur STÓR-hópsins sem unnar voru undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra N1 og Granda. Hann skartar nú þeim virðulega titil að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Það er holur hljómur í meintum sáttatillögum. Í stuttu máli fela þær ekkert annað í sér en áróður og einbeittan vilja til festa núverandi kvótakerfi enn kirfilegar í sessi. Kvótakerfi sem í rúmlega fjörutíu ára sögu sinni hefur t.d. ekki náð brotabroti af þorskafla sem að var stefnt. Áróðurinn fyrir þröngum sérhagsmunum SFS (LÍÚ) í „sáttatillögunum“ er það grímulaus að þar má finna tillögur um að leggja af strandveiðar og byggðakvóta, með því að hætta að taka 5,3% af heildaraflaheimildum til byggða- og atvinnumála. Árás á lífríkið í nafni umhverfisverndar Ég er gjörsamlega orðalaus á allri þessari veruleikafirringu í nafni umhverfisverndar. Það sér það hver heilvita maður að sú fyrirtælun að hleypa mun stærri og aflmeiri togurum við togveiðar en nú er leyft, nánast upp í fjöru er ekkert annað en hrein og klár atlaga að viðkvæmasta lífríkinu í kringum landið. Hvað segja umhverfissinnarnir í Vg við sjávarsíðuna þegar þeir eru nánast komnir með stærðarinnar togara með manni og mús inn á svefnherbergisgólfið til sín? Þessar ömurlegu hagsmunatengdu tillögur eru í takti við fyrri verk ráðherrans. Við skulum ekki gleyma að eitt fyrsta embættisverk hennar var að skerða aflaheimildir til strandveiða. Það liggur því fyrir einbeittur vilji ráðherrans til að þurrka út smábátaútgerð með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefði fyrir viðkvæmar sjávarbyggðir landsins. Raunveruleg sátt næst aldrei með því að troða óréttlæti VG ofan í kokið á þjóðinni. Tryggja verður jafnræði til nýtingar á sameiginlegri auðlind. Fyrsta skrefið er augljóslega að auka frelsi strandveiða og að koma á gegnsærri verðmyndun á afla með því að verðlagning fari fram á frjálsum og opnum uppboðsmarkaði. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun