Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2023 11:06 Aðkoman var allt annað en kræsileg þegar Sigríður kom að bíl sínum. aðsend Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum. „Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
„Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira