Felldu háttsettan ISIS-liða í hellum í Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 10:24 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra öruggari eftir árásina á miðvikudaginn. AP/Alex Brandon Bandarískir sérsveitarhermenn bönuðu í gær háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Afríku og tíu vígamönnum í árás í norðurhluta Sómalíu á miðvikudaginn. Bilal al-Sudani er sagður hafa verið einn af fjármálastjórum hryðjuverkasamtakanna en hann var felldur í árás á hella sem hann hélt til í fjöllum Sómalíu. AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023 Sómalía Bandaríkin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023
Sómalía Bandaríkin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira