Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi Andri Már Eggertsson skrifar 26. janúar 2023 21:00 Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni gegn ÍR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum. „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sjá meira