Svikakvendið segir eigin sögu við matarborðið í stofufangelsi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. janúar 2023 12:33 Sorokin er í stofufangelsi í íbúð sinni í New York borg. Getty/Mike Coppola/AD Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey hefur nú landað sjónvarpsþáttasamning á meðan hún er í stofufangelsi. Sorokin hyggst bjóða leikurum, tónlistarfólki, blaðamönnum og fleirum heim til sín í mat og ræða hin ýmsu málefni. Þá kemur fram að áform Sorokin um að endurbyggja eigin ímynd verði einnig rædd. Þessu greinir Variety frá. Nýju þættirnir munu heita „Delvey‘s Dinner Club.“ Þar fær Sorokin tækifæri til þess að segja eigin sögu. Þá er haft eftir forstjóra framleiðslufyrirtækisins Butternut sem samdi við Sorokin að besti staðurinn til þess að kynnast einhverjum sé við matarborðið. Þættirnir „munu varpa ljósi á konuna sem liggur að baki öllu því sem við höfum lesið um Önnu. Hún er að segja sína sögu með eigin orðum og við trúum því að hún muni ögra væntingum áhorfenda,“ segir forstjóri Butternut, Courtney White. Greint hefur verið frá því að draumagestir Önnu í þáttunum væru rithöfundurinn Bret Easton Ellis, ritstjóri Vogue, Anna Wintour og milljarðamæringurinn, Elon Musk. Sorokin var sleppt úr fangelsi og hún færð í stofufangelsi í lok árs 2022. Síðan þá hefur hún haldið því fram að hún eigi skilið að fá annað tækifæri. Sorokin var sakfelld fyrir það að svíkja um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali frá fjárfestum og vinum í New York borg í Bandaríkjunum. Sögu Önnu kannast eflaust einhverjir við en Netflix þættir sem hétu „Inventing Anna“ komu út árið 2022 og voru byggðir á sögu Önnu. Þættirnir nutu mikilla vinsælda. Í þáttunum er farið yfir svik Sorokin, sigra og fall en hún var búin að telja fjölmörgum í yfirstétt New York borgar að hún væri einkaerfingi sjóðs sem átti að innihalda tugi milljóna Bandaríkjadala. Sorokin er sögð hafa notað fjárhæðina sem hún fékk frá Netflix fyrir réttinn á sögu sinni, til þess að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49 Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. 14. október 2022 14:49 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sorokin hyggst bjóða leikurum, tónlistarfólki, blaðamönnum og fleirum heim til sín í mat og ræða hin ýmsu málefni. Þá kemur fram að áform Sorokin um að endurbyggja eigin ímynd verði einnig rædd. Þessu greinir Variety frá. Nýju þættirnir munu heita „Delvey‘s Dinner Club.“ Þar fær Sorokin tækifæri til þess að segja eigin sögu. Þá er haft eftir forstjóra framleiðslufyrirtækisins Butternut sem samdi við Sorokin að besti staðurinn til þess að kynnast einhverjum sé við matarborðið. Þættirnir „munu varpa ljósi á konuna sem liggur að baki öllu því sem við höfum lesið um Önnu. Hún er að segja sína sögu með eigin orðum og við trúum því að hún muni ögra væntingum áhorfenda,“ segir forstjóri Butternut, Courtney White. Greint hefur verið frá því að draumagestir Önnu í þáttunum væru rithöfundurinn Bret Easton Ellis, ritstjóri Vogue, Anna Wintour og milljarðamæringurinn, Elon Musk. Sorokin var sleppt úr fangelsi og hún færð í stofufangelsi í lok árs 2022. Síðan þá hefur hún haldið því fram að hún eigi skilið að fá annað tækifæri. Sorokin var sakfelld fyrir það að svíkja um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadali frá fjárfestum og vinum í New York borg í Bandaríkjunum. Sögu Önnu kannast eflaust einhverjir við en Netflix þættir sem hétu „Inventing Anna“ komu út árið 2022 og voru byggðir á sögu Önnu. Þættirnir nutu mikilla vinsælda. Í þáttunum er farið yfir svik Sorokin, sigra og fall en hún var búin að telja fjölmörgum í yfirstétt New York borgar að hún væri einkaerfingi sjóðs sem átti að innihalda tugi milljóna Bandaríkjadala. Sorokin er sögð hafa notað fjárhæðina sem hún fékk frá Netflix fyrir réttinn á sögu sinni, til þess að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49 Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. 14. október 2022 14:49 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41
Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. 12. febrúar 2021 09:49
Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. 6. október 2022 13:18
Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. 14. október 2022 14:49