Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 09:03 Kristján Berg segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt, meðal annars hátt fiskverð á mörkuðum og breytt neyslumenning. Vísir/Vilhelm/Fiskikóngurinn Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. „Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi. Verslun Reykjavík Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi.
Verslun Reykjavík Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira