Anníe Mist barðist við tárin þegar hún rifjaði upp rosalegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Keppniskonan Anníe Mist Þórisdóttir og móðirin Anníe Mist með Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fór yfir mjög erfiða reynslu sína þegar hún snéri aftur til keppni í CrossFit íþróttinni eftir barnsburð. Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira