Anníe Mist barðist við tárin þegar hún rifjaði upp rosalegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Keppniskonan Anníe Mist Þórisdóttir og móðirin Anníe Mist með Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fór yfir mjög erfiða reynslu sína þegar hún snéri aftur til keppni í CrossFit íþróttinni eftir barnsburð. Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira