„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 22:44 Kötturinn frægi úr myndbandi Bjarkar, sem fer hreinlega með stórleik. skjáskot „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? „Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023 Tónlist Kettir Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
„Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023
Tónlist Kettir Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira