Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 16:11 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/Jose Luis Magana Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. Um er að ræða þá Adam Schiff, sem stýrði nefndinni á síðasta kjörtímabili og er einn af leiðtogum Demókrataflokksins, og Eric Swalwell, sem sat í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, sendi McCarthy bréf um síðustu helgi og bað um að Schiff og Swalwell yrðu áfram í nefndinni og sagði enga ástæðu til að hafna þeim. McCarthy svaraði Jeffries í gær og sagðist ekki ætla að skipa þingmennina í nefndina. Forseti þingdeildarinnar skipar einn í leyniþjónustunefndina, öfugt við flestar aðrar nefndir. I have rejected the appointments of Adam Schiff and Eric Swalwell for the House Intelligence Committee.I am committed to returning the @HouseIntel Committee to one of genuine honesty and credibility that regains the trust of the American people. pic.twitter.com/ePxlbanxta— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) January 25, 2023 Á síðasta kjörtímabili ráku Demókratar þingmennina Marjorie Taylor Greene og Paul Gozar úr þingnefndum vegna ummæla þeirra og birtinga á samfélagsmiðlum þar sem þau voru sögð hvetja til ofbeldis gegn þingmönnum Demókrataflokksins. Sjá einnig: Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu McCarthy segist samkvæmt AP fréttaveitunni ekki vera að hefna sín vegna brottrekstur Greene og Gosar úr þingnefndum, þrátt fyrir að hann hafi á síðasta kjörtímabili ítrekað hótað því að hefna sín þegar Repúblikanar tækju völdin á þinginu. Hann segir þetta mál varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að Schiff og Swalwell gætu fengið sæti í öðrum nefndum. McCarthy hefur um nokkuð skeið verið mjög gagnrýninn á Schiff vegna aðkomu hans að ferlinu þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var fyrst ákærður af þinginu fyrir embættisbrot. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Schiff hafi sagt bandarísku þjóðinni ósatt um Trump. Kevin McCarthy just kicked me and @RepSwalwell off the Intelligence Committee.This is petty, political payback for investigating Donald Trump.If he thinks this will stop me, he will soon find out just how wrong he is. I will always defend our democracy.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 25, 2023 Þá hefur McCarthy ítrekað sagt ósatt um Swalwell og málefni kínverskrar konu sem grunuð er um njósnir í Bandaríkjunum. Kona að nafni Christine Fang vann sem sjálfboðaliði við framboð Swalwell árið 2012 og svo aftur árið 2014. Sjá einnig: Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Árið 2015 vöruðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Swalwell við því að hún væri grunuð um njósnir og í kjölfarið sleit hann öll tengsl við hana. Repúblikanarnir John Boehner, fyrrverandi þingforseti, og Devin Nunes, og fyrrverandi formaður leyniþjónustunefndarinnar, vissu um málið og höfðu ekkert út á veru Swalwell í nefndinni að setja. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem benda til þess að Swalwell hafi nokkuð rangt gert í máli hins meinta njósnara. Swalwell segir að frá því McCarthy byrjaði að segja ósatt um sig og hinn meinta njósnara hafi morðhótunum gegn honum og fjölskyldu hans fjölgað gífurlega. NEW @SpeakerMcCarthy-inspired death threat. You know, Kevin, every time you lie about me even after the @washingtonpost gives you 4 Pinocchios for your lies death threats like this flood in. pic.twitter.com/BXWlNqyjyF— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) January 21, 2023 McCarthy hefur einnig heitið því að reka þingkonuna Ilhan Omar úr utanríkismálanefnd þingsins. Þingmennirnir þrír hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að aðgerðir þingforsetans gegn þeim grafi undan heilindum þingsins. Þeir segja þær til komnar vegna þess að McCarthy hafi neyðst til að gera samkomulag um pólitískar hefndir gegn þeim við öfgafyllstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. Þeir meðlimir gerðu McCarthy erfitt um vik með að verða þingforseti. Þau þvinguðu hann meðal annars til að samþykkja reglubreytingu um að nú þurfi bara einn þingmann til að kalla fram atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Um er að ræða þá Adam Schiff, sem stýrði nefndinni á síðasta kjörtímabili og er einn af leiðtogum Demókrataflokksins, og Eric Swalwell, sem sat í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, sendi McCarthy bréf um síðustu helgi og bað um að Schiff og Swalwell yrðu áfram í nefndinni og sagði enga ástæðu til að hafna þeim. McCarthy svaraði Jeffries í gær og sagðist ekki ætla að skipa þingmennina í nefndina. Forseti þingdeildarinnar skipar einn í leyniþjónustunefndina, öfugt við flestar aðrar nefndir. I have rejected the appointments of Adam Schiff and Eric Swalwell for the House Intelligence Committee.I am committed to returning the @HouseIntel Committee to one of genuine honesty and credibility that regains the trust of the American people. pic.twitter.com/ePxlbanxta— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) January 25, 2023 Á síðasta kjörtímabili ráku Demókratar þingmennina Marjorie Taylor Greene og Paul Gozar úr þingnefndum vegna ummæla þeirra og birtinga á samfélagsmiðlum þar sem þau voru sögð hvetja til ofbeldis gegn þingmönnum Demókrataflokksins. Sjá einnig: Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu McCarthy segist samkvæmt AP fréttaveitunni ekki vera að hefna sín vegna brottrekstur Greene og Gosar úr þingnefndum, þrátt fyrir að hann hafi á síðasta kjörtímabili ítrekað hótað því að hefna sín þegar Repúblikanar tækju völdin á þinginu. Hann segir þetta mál varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að Schiff og Swalwell gætu fengið sæti í öðrum nefndum. McCarthy hefur um nokkuð skeið verið mjög gagnrýninn á Schiff vegna aðkomu hans að ferlinu þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var fyrst ákærður af þinginu fyrir embættisbrot. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Schiff hafi sagt bandarísku þjóðinni ósatt um Trump. Kevin McCarthy just kicked me and @RepSwalwell off the Intelligence Committee.This is petty, political payback for investigating Donald Trump.If he thinks this will stop me, he will soon find out just how wrong he is. I will always defend our democracy.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 25, 2023 Þá hefur McCarthy ítrekað sagt ósatt um Swalwell og málefni kínverskrar konu sem grunuð er um njósnir í Bandaríkjunum. Kona að nafni Christine Fang vann sem sjálfboðaliði við framboð Swalwell árið 2012 og svo aftur árið 2014. Sjá einnig: Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Árið 2015 vöruðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Swalwell við því að hún væri grunuð um njósnir og í kjölfarið sleit hann öll tengsl við hana. Repúblikanarnir John Boehner, fyrrverandi þingforseti, og Devin Nunes, og fyrrverandi formaður leyniþjónustunefndarinnar, vissu um málið og höfðu ekkert út á veru Swalwell í nefndinni að setja. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem benda til þess að Swalwell hafi nokkuð rangt gert í máli hins meinta njósnara. Swalwell segir að frá því McCarthy byrjaði að segja ósatt um sig og hinn meinta njósnara hafi morðhótunum gegn honum og fjölskyldu hans fjölgað gífurlega. NEW @SpeakerMcCarthy-inspired death threat. You know, Kevin, every time you lie about me even after the @washingtonpost gives you 4 Pinocchios for your lies death threats like this flood in. pic.twitter.com/BXWlNqyjyF— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) January 21, 2023 McCarthy hefur einnig heitið því að reka þingkonuna Ilhan Omar úr utanríkismálanefnd þingsins. Þingmennirnir þrír hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að aðgerðir þingforsetans gegn þeim grafi undan heilindum þingsins. Þeir segja þær til komnar vegna þess að McCarthy hafi neyðst til að gera samkomulag um pólitískar hefndir gegn þeim við öfgafyllstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. Þeir meðlimir gerðu McCarthy erfitt um vik með að verða þingforseti. Þau þvinguðu hann meðal annars til að samþykkja reglubreytingu um að nú þurfi bara einn þingmann til að kalla fram atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53