Stelpurnar okkar verða mömmur Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:30 Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar