Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 22:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15