Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 15:07 Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018. Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kjörtímabil Róberts rann út hinn 31. október 2022 en hann gegndi stöðu forseta dómstólsins frá apríl 2021 fyrstur Íslendinga. Skipunartími dómara er til níu ára og ekki er hægt að sækja um endurskipun. Staða Íslands við dómstólinn var auglýst í lok árs 2021 og sóttu þrír um stöðuna. Oddný, Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins fjallaði um umsóknirnar og mat þær allar hæfar. Hins vegar vandaðist málið þegar nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins tók viðtöl við umsækjendur eins og Kjarninn fjallaði um síðastliðið sumar. Aðeins Oddný þótti hæf og drógu Jónas Þór og Stefán Geir umsóknir sínar til baka. Reglur Mannréttindadómstólsins krefjast þess að kosið sé á milli þriggja hæfra dómara. Ráðuneytið auglýst stöðuna því aftur og sóttu sóttu Dóra Guðmundsdóttir lögfræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Úr varð að Oddný var metin hæfust og kosinn dómari við dómstólinn á þingi Evrópuráðs í dag rúmu ári eftir að staðan var auglýst. Oddný Mjöll hefur verið landsréttardómari frá 2018 en áður var hún prófessor, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, auk þess að vera sjálfstætt starfandi lögmaður. Hún er með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla. Oddný Mjöll verður fyrsta konan sem er skipuð dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Íslands en skipunartíminn er til níu ára. Alls eiga 46 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í dómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og er aðsetur hans í Strassborg í Frakklandi. Dómstóllinn fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Vistaskipti Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23