Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 16:00 Selfyssingar skoruðu aðeins fjögur mörk í öllum fyrri hálfleiknum, en fengu 23 mörk á sig. Stöð 2 Sport „Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“ Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira