Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2023 06:41 Lögregla í Kaliforníu var kölluð út vegna árásarinnar á sveitabýlinu um miðjan dag í gær að staðartíma. AP Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
NBC segir að einn sé alvarlega særður eftir árásirnar. Fram kemur að fjórir hafi verið myrtir á einum árásarstaðnum og þrír á hinum. Hinn 67 ára Zhao Chunli mætti sjálfur á lögreglustöð og gaf sig fram.AP Hin látnu eiga öll að hafa verið kínverskir verkamenn, en lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar. Árásirnar áttu sér stað annars vegar á sveitabýli þar sem verið er að rækta sveppi og hins vegar á lóð vöruflutningafyrirtækis. Meintur árásarmaður að hafa starfað á öðrum staðnum og voru hin látnu samstarfsmenn hans. Í Twitter-færslu lögreglunnar í San Mateo kemur fram að almenningi stafi engin ógn af árásarmanninum lengur enda hafi hann verið handtekinn. Bandarískir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn, hinn 67 ára Zhao Chunli, hafi sjálfur mætt á lögreglustöð og gefið sig fram, um tveimur tímum eftir árásina. Þetta er annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum en á laugardagskvöld banaði eldri karlmaður ellefu manns og særði á annan tug fólks í dansstúdíói í Monterey Park þar sem verið var að fagna áramótum samkvæmt kínverska dagatalinu. Árásarmaðurinn þar svipti sig lífi nokkru eftir árásina. Lögregla greindi frá því á blaðamannafundi í gærkvöldi að meintur árásarmaður á að hafa verið einn að verki og að skotvopn hafi fundist í bíl hans. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segist hafa verið á sjúkrahúsi til að ræða við fólk sem særðist í árásinni í Monterey Park þegar hann hafi fengið upplýsingar um árásina í Half Moon Bay. „Harmleikur á harmleik ofan,“ segir Newsom. At the hospital meeting with victims of a mass shooting when I get pulled away to be briefed about another shooting. This time in Half Moon Bay.Tragedy upon tragedy.— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 24, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34