„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2023 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar áður en hann tók við uppeldisfélaginu Haukum á yfirstandandi leiktíð. Seinni bylgjan „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27