Læknar geti ekki vottað um dagsflensu starfsmanna frekar en aðrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 17:08 Fjöldi fólks finnur sig knúinn til að sækja læknisvottorð þegar aðeins er um að ræða dagsflensu. Getty Læknar á heilsugæslustöðvum Höfuðborgarsvæðisins gáfu út tæplega 150 þúsund vottorð árið 2021. Læknar segja vinnumarkaðinn gera kröfu um afhendingu vottorðs um veikindi við of lítið tilefni og vottorðsútgáfur valda miklu óþörfu álagi. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund læknisvottorð voru gefin út af heimilislæknum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins árið 2021. Tæplega 39 þúsund þeirra voru vegna fjarvista frá vinnu, tæplega 32 þúsund beiðnir um sjúkraþjálfun og liðlega 20 þúsund almenn vottorð. Útgáfa vottorða hefur aukist nokkuð á undanförnum árum en frá árinu 2018 til 2021 fjölgaði þeim um 35 þúsund. Læknar segja talsverðan hluta vottorðanna vera óþarfan, til dæmis læknisvottorð vegna flensupestar, og eiga sinn þátt í manneklu og löngum biðtímum hjá heilsugæslunum. „Það dylst engum að það er gríðarlega mikið álag og mjög mikið af vottorðum sem verið er að gefa út, sem er oft ekki mikill grundvöllur fyrir. Oft verið að tikka í box svo fólk eigi réttindi hjá vinnuveitanda,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, en hún situr jafnframt í starfshópi heilbrigðisráðherra um útgáfu vottorða. Starfshópurinn hefur skilað tillögum til ráðherra en Sigríður segir umræðuna þegar hafa borið árangur. „Þessi umræða hefur nú orðið til þess að Sjúkratryggingar eru byrjaðar á endurskoðun og lagfæringu á sínu laga- og reglugerðarumhverfi.“ Eitt af því sem verði að endurskoða sé krafa vinnuveitenda um læknisvottorð þegar starfsfólk er heima með flensu. „Samtal starfsmanna og vinnuveitenda ætti að vera öðruvísi heldur en að fólk þurfi að fá vottorð um að það hafi verið heima með pest einn dag, sem við getum auðvitað ekkert vottað um frekar en einhver annar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Vinnumarkaður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira