Borgin vinnur á hraða snigilsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 21:01 Helga segir að fólk hafi jafnvel flutt úr Fossvoginum vegna húsnæðisvandræða skólans. Vísir/Ívar Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“ Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“
Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12
Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30