Íslensku strákarnir lögðu allt í sölurnar í leiknum í gær, en óhætt er að segja að á köflum hafi þeir verið sjálfum sér verstir. Markvörður Svía, Andreas Palicka, varði hvert dauðafærið á fætur öðru og úr varð fimm marka tap íslenska liðsins, 35-30.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í höllinni í Gautaborg í gær og fangaði stemninguna á filmu. Nokkrar af myndum Vilhelms má sjá hér fyrir neðan.



















