Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 21:38 Hér má sjá Halldóru Eyfjörð og auglýsinguna sem hún deildi í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi. Aðsend Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11