Villi Neto og Bjarni Ben geðprúðir í góðu glensi Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2023 11:44 Félagarnir Bjarni og Villi leika sér saman á trampólíninu í Rush-skemmtigarðinum. aðsend Landsamtökin Geðhjálp leituðu meðal annars til gamanleikarans Villa Neto og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til að vekja athygli á G-vítamíndropum sínum. Þeir félagar birtast í myndskeiði þar sem þeir hoppa glaðir og reifir á trampólíni í Rush-skemmtigarðinum og fá sér G-vítamíndropa á úlnliðinn og draga að sér ilminn. Harla kátir. Um er að ræða röð myndskeiða sem Geðhjálp ýtir úr vör í 30 daga geðræktarátaki Geðhjálpar. „G-vítamín dagsins er að prófa eitthvað nýtt,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar í stuttu samtali við Vísi. Hann segir þetta snúast um að hafa gaman saman. „Og rækta geðið. Við vitum að það er hollt og gott að hreyfa sig reglulega og taka vítamín. En það vill gleymast að rækta geðheilsuna. Þessa vegna mælum við með því að taka G vítamín á hverjum degi. Sérstaklega í skammdeginu.“ En, hvað er þetta? Að sögn Gríms er hér ekki um hugvíkkandi efni, sem mjög hafa verið til umræðu að undanförnu, að ræða heldur vítamín sem eitt sinn hét B3 vítamín. „Þau eru því í rauninni ekki til í læknavísindunum en við tókum þau yfir. Geðheilbrigði er möst í dag og við getum gert svo margt sjálf til að fyrirbyggja.“ Grímur Atlason hjá Geðhjálp segir að vandinn sem við er að etja sé ekkert grín.vísir/egill Vandamálið sem við er að etja er ekkert grín. Að sögn Gríms er staðan dökk en til dæmis þá segjast í könnunum aðeins 27 prósent stúlkna í 10. bekk vera ánægðar með líf sitt. „Þetta fer niður á hverju ári. Og 36 prósent þeirra sem deyja og eru á aldrinum 11 til 17 ára tóku eigið líf sem er sama hlutfall og á aldrinum 18 til 29 ára. Og síðan eru 35 prósent þeirra sem deyja úr of stórum skammti eða „overdose“. Þetta er bakgrunnurinn fyrir þessari vitundarvakningu.“ Og þessi er boðskapur Gríms og þeirra í Geðhjálp: 1. G vítamínin eru 30 geðræktandi ráð sem hægt er að nota hvenær sem er en Geðhjálp opinberar þau alltaf á þorranum – eitt ráð á dag. Allir geta nýtt sér þau. Birtast á heimasíðu, samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Dæmi: Gerðu góðverk án þess að segja frá því; fagnaðu hækkandi sól, hrósaðu fólki o.s.frv. 2. G vítamín droparnir eru viðbót (rétt eins og dagatalið í fyrra) ætlað til gleði og ánægju og aðgerða í kringum geðorðin. Ilmurinn fylgir þér inn í daginn og þú tengir hann við geðheilsu og G vítamínin. 4. Þeir eru seldir til stuðnings við Geðhjálp og starf Geðhjálpar nokkur verkefni: www.gedsjodur.is, www.okkarheimur.is, www.gedlestin.is og daglegt starf okkar: sálfræði ráðgjöf (ókeypis fyrir notendur), hagsmunagæsla, málþing, fræðsla o.m.fl. 5. Það eru geðræktandi vinningar – aukaskammtar – í nokkrum pokum (út að borða, gisting, flug út í heim, leikhús o.s.frv.) Geðheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Þeir félagar birtast í myndskeiði þar sem þeir hoppa glaðir og reifir á trampólíni í Rush-skemmtigarðinum og fá sér G-vítamíndropa á úlnliðinn og draga að sér ilminn. Harla kátir. Um er að ræða röð myndskeiða sem Geðhjálp ýtir úr vör í 30 daga geðræktarátaki Geðhjálpar. „G-vítamín dagsins er að prófa eitthvað nýtt,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar í stuttu samtali við Vísi. Hann segir þetta snúast um að hafa gaman saman. „Og rækta geðið. Við vitum að það er hollt og gott að hreyfa sig reglulega og taka vítamín. En það vill gleymast að rækta geðheilsuna. Þessa vegna mælum við með því að taka G vítamín á hverjum degi. Sérstaklega í skammdeginu.“ En, hvað er þetta? Að sögn Gríms er hér ekki um hugvíkkandi efni, sem mjög hafa verið til umræðu að undanförnu, að ræða heldur vítamín sem eitt sinn hét B3 vítamín. „Þau eru því í rauninni ekki til í læknavísindunum en við tókum þau yfir. Geðheilbrigði er möst í dag og við getum gert svo margt sjálf til að fyrirbyggja.“ Grímur Atlason hjá Geðhjálp segir að vandinn sem við er að etja sé ekkert grín.vísir/egill Vandamálið sem við er að etja er ekkert grín. Að sögn Gríms er staðan dökk en til dæmis þá segjast í könnunum aðeins 27 prósent stúlkna í 10. bekk vera ánægðar með líf sitt. „Þetta fer niður á hverju ári. Og 36 prósent þeirra sem deyja og eru á aldrinum 11 til 17 ára tóku eigið líf sem er sama hlutfall og á aldrinum 18 til 29 ára. Og síðan eru 35 prósent þeirra sem deyja úr of stórum skammti eða „overdose“. Þetta er bakgrunnurinn fyrir þessari vitundarvakningu.“ Og þessi er boðskapur Gríms og þeirra í Geðhjálp: 1. G vítamínin eru 30 geðræktandi ráð sem hægt er að nota hvenær sem er en Geðhjálp opinberar þau alltaf á þorranum – eitt ráð á dag. Allir geta nýtt sér þau. Birtast á heimasíðu, samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Dæmi: Gerðu góðverk án þess að segja frá því; fagnaðu hækkandi sól, hrósaðu fólki o.s.frv. 2. G vítamín droparnir eru viðbót (rétt eins og dagatalið í fyrra) ætlað til gleði og ánægju og aðgerða í kringum geðorðin. Ilmurinn fylgir þér inn í daginn og þú tengir hann við geðheilsu og G vítamínin. 4. Þeir eru seldir til stuðnings við Geðhjálp og starf Geðhjálpar nokkur verkefni: www.gedsjodur.is, www.okkarheimur.is, www.gedlestin.is og daglegt starf okkar: sálfræði ráðgjöf (ókeypis fyrir notendur), hagsmunagæsla, málþing, fræðsla o.m.fl. 5. Það eru geðræktandi vinningar – aukaskammtar – í nokkrum pokum (út að borða, gisting, flug út í heim, leikhús o.s.frv.)
1. G vítamínin eru 30 geðræktandi ráð sem hægt er að nota hvenær sem er en Geðhjálp opinberar þau alltaf á þorranum – eitt ráð á dag. Allir geta nýtt sér þau. Birtast á heimasíðu, samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Dæmi: Gerðu góðverk án þess að segja frá því; fagnaðu hækkandi sól, hrósaðu fólki o.s.frv. 2. G vítamín droparnir eru viðbót (rétt eins og dagatalið í fyrra) ætlað til gleði og ánægju og aðgerða í kringum geðorðin. Ilmurinn fylgir þér inn í daginn og þú tengir hann við geðheilsu og G vítamínin. 4. Þeir eru seldir til stuðnings við Geðhjálp og starf Geðhjálpar nokkur verkefni: www.gedsjodur.is, www.okkarheimur.is, www.gedlestin.is og daglegt starf okkar: sálfræði ráðgjöf (ókeypis fyrir notendur), hagsmunagæsla, málþing, fræðsla o.m.fl. 5. Það eru geðræktandi vinningar – aukaskammtar – í nokkrum pokum (út að borða, gisting, flug út í heim, leikhús o.s.frv.)
Geðheilbrigði Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira