Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 13:35 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56