Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 13:35 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56