Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 12:50 Peyman Kia var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir njósnir en hann starfaði áður hjá sænsku öryggislögreglunni og sænska hernum. Samsett/Livsmedelsverket/Getty Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann. Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann.
Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28