Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 12:50 Peyman Kia var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir njósnir en hann starfaði áður hjá sænsku öryggislögreglunni og sænska hernum. Samsett/Livsmedelsverket/Getty Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann. Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Bræðurnir, þeir Peyman og Payam Kia, voru síðastliðinn nóvember ákærðir fyrir „grófar njósnir“ en Peyman, sem er 42 ára, var auk þess ákærður og dæmdur fyrir að misnota leynileg gögn. Peyman hafði áður verið í sænska hernum og starfað hjá sænsku öryggislögreglunni, Säpo, og gegndi stöðu hátt setts embættismanns hjá Matvælastofnun Svíþjóðar þegar hann var handtekinn haustið 2021. Peyman Kia was arrested in September 2021. He was part of the management at the state agency National Food Agency.He had obtained the top-secret information through employment at the Swedish Security Police and the Military Intelligence Service MUST, according to the court. 2:2— Jonas Olsson (@JonasOlsson_) January 19, 2023 Payam, sem er 35 ára, var handtekinn skömmu síðar. Báðir neituðu þeir sök en Peyman fékk lífstíðardóm á meðan Payam var dæmdur í níu ára og tíu mánaða fangelsi. Charlotte von Essen, yfirmaður Säpo, sagði í fréttatilkynningu að brot bræðranna væru mjög alvarleg og að Peyman hafi misnotað traust stofnunarinnar. Það megi aldrei koma fyrir aftur. Talið er að brot bræðranna hafi staðið yfir í áratug. Lögðu á ráðin við að afla og deila leynilegum upplýsingum Héraðsdómstóll í Stokkhólmi sagði það hafið yfir allan vafa að bræðurnir hefðu lagt saman ráðin við það að afla leynilegra upplýsinga sem vörðuðu þjóðaröryggi Svíþjóðar og deila þeim með leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Rússar væru ein helsta ógnin gegn öryggi Svía og því væri málið mjög alvarlegt. Samkvæmt dóminum hafði Peyman komist yfir um 90 skjöl og Payam 65 en áframsent og upplýst um helming þeirra. Lesa má úr dóminum að þeir hafi gert það í fjárhagslegu skyni en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið fengnir til verksins. Mikil leynd og öryggisgæsla var í kringum réttarhöldin, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, og verður því ekki upplýst opinberlega um allt það sem átti sér stað. Anton Strand, lögmaður Peyman, tilkynnti í dag að dóminum yrði áfrýjað og vísaði til þess að skjólstæðingur hans hafi neitað sök. Myndu þau áfrýja innan þriggja vikna. Gæti tekið ár að lagfæra skaðann Tony Ingesson, sérfræðingur í leyniþjónustumálum, segir í samtali við SVT að málið sé óvanalegt og sjaldgæft ef litið er til baka í sögu Svíþjóðar. SVT Nyheter sänder direkt: https://t.co/0z6c7R4mj5 pic.twitter.com/OoHxBIJ8Zy— SVT Nyheter (@svtnyheter) January 19, 2023 Eina málið sem væri mögulega sambærilegt væri mál Stig Bergling, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. Áður hafði Stig Wennerström verið dæmdur í lífstíðarfangelsi á sjöunda áratugnum. Hugsanlega hafi málið þau áhrif að gagnnjósnir muni reynast erfiðari í Svíþjóð auk þess sem Peyman gæti hafa komið upp um heimildarmenn og aðferðir Svía sem þurfi nú að skipta út. Í sambærilegum málum erlendis hafi það tekið mörg ár að bregðast við og lagfæra skaðann.
Svíþjóð Rússland Tengdar fréttir Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Njósnarinn Stig Bergling látinn Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið. 29. janúar 2015 09:28