Ardern segir af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 06:41 Ardern ásamt unnusta sínum Clarke Gayford eftir blaðamannafundinn í morgun. AP/New Zealand Herald/Mark Mitchell Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. „Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum. Nýja-Sjáland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
„Ég er að hætta vegna þess að þessu forréttindahlutverki fylgir líka ábyrgð. Ábyrgðin til að vera meðvituð um það hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða og líka hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvað þetta starf felur í sér. Og ég veit að ég er ekki lengur með nóg í tanknum til að gera það almennilega. Þetta er það einfalt,“ sagði Ardern á blaðamannafundi í morgun. Ardern hefur staðfest að þingkosningar verða haldnar í október og mun sitja sem þingmaður Verkamannaflokksins fram að þeim. „Ég er mennsk, stjórnmálamenn eru mennskir. Við gefum allt sem við getum, eins lengi og við getum. Og svo er komið nóg. Og hjá mér er komið nóg,“ sagði Ardern. Hún sagðist hafa íhugað það í sumarfríinu hvort hún hefði orku til að halda áfram og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Ardern varð yngsti kvenforsætisráðherra heims þegar hún tók embætti árið 2017 aðeins 37 ára gömul. Hún hefur stýrt Nýja-Sjálandi gegnum heimsfaraldur, hamfarir og hryðjuverkaárásir. Hún sagði tímann við stjórnvölinn hafa verið afar gefandi en einnig krefjandi. Þá sagðist hún vona að Nýsjálendingar minntust hennar sem forsætisráðherra sem reyndi að hafa góðmennsku en einnig styrk að leiðarljósi. Jákvæðrar en einbeittrar. „Og að þú getur verið leiðtogi eftir eigin höfði; leiðtogi sem veit hvenær það er kominn tími til að hætta,“ sagði Ardern. Hún sagðist ekki hafa gert neinar áætlanir um næstu skref, nema að hún ætlaði að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Ardern við minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Christchurch.AP/Mark Baker Hún sagðist hlakka til þess að verða til staðar þegar dóttir hennar hæfi skólagöngu sína og ávarpaði eiginmann sinn: „Clarke... látum verða af því að ganga í hjónaband.“ Yfirlýsing Ardern hefur komið flestum í opna skjöldu en stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur dalað nokkuð og hann mælist ekki lengur stærstur. Það liggur ekki fyrir hver mun taka við forsætisráðherraembættinu fram að kosningum.
Nýja-Sjáland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira