Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2023 21:53 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. EPA/Jim Lo Scalzo Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, George Santos, hefur ítrekað gerst sekur um lygar, bæði í kringum framboð sitt til þingsins og fyrir þann tíma. Meðal þess sem hann hefur gert er að þykjast vera af öðrum uppruna en hann er og ljúga til um dauða móður sinnar. Í dag birti New York Times grein sem ýtir undir kenningar um siðleysi og lygasýki Santos. Þar er hann sagður hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund til að græða þrjú þúsund dollara, rúmlega 420 þúsund krónur. New York Times ræðir við fyrrverandi hermanninn Richard Osthoff. Hann var heimilislaus og bjó í tjaldi í New Jersey árið 2016 þegar æxli fannst í maga þjónustuhunds hans. Hann átti ekki efni á aðgerð en starfsmaður á dýraspítala mældi með því að hann hefði samband við mann að nafni Anthony Devolder sem rak góðgerðasamtök fyrir dýr. Hann gæti mögulega aðstoðað hann. Anthony Devolder er þó ekki til, heldur er það eitt af dulnefnum Santos. Þá voru samtökin sem hann var sagður reka, Friends of Pets United, ekki heldur til. Í gegnum þessi samtök sem hann þóttist hafa stofnað bjó hann til styrktarsíðu hjá GoFundMe. Í gegnum síðuna söfnuðust þrjú þúsund dollarar. Þegar Osthoff reyndi að hafa samband við samtökin til að fá peninginn fékk hann engin svör. Styrktarsíðunni var eytt og hætti Santos að svara honum. Aldrei fékk Osthoff peninginn og hundurinn lést nokkrum mánuðum síðar. Santos hefur neitað ásökununum en talsmaður GoFundMe staðfestir að söfnunin hafi átt sér stað og tengist Santos. „Þegar okkur var tilkynnt um þessa söfnun árið 2016 reyndi teymi á okkar vegum að fá sönnun fyrir því að fjármunirnir hafi skilað sér frá skipuleggjandanum. Skipuleggjandinn svaraði ekki sem olli því að söfnuninni var eytt og netfangið tengt aðganginum var bannað af vefsíðu okkar,“ segir í yfirlýsingu sem GoFundMe sendi frá sér vegna málsins. Fjölmargir þingmenn hafa krafist þess að Santos segi af sér vegna allra lyganna sem hann er sakaður um en hann ætlar sér ekki neitt. Í gær fékk hann sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar þingsins sem þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins ætli ekki að taka mál hans hörðum tökum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11. janúar 2023 22:32