Bæjarstjórn sem ekkert hlustar eða gerir Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar 17. janúar 2023 07:32 Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar