Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 23:16 Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og hann er á því að Arsenal endi fyrir neðan bæði Manchesterliðin. Vísir/Getty Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“ Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira