Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 23:16 Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og hann er á því að Arsenal endi fyrir neðan bæði Manchesterliðin. Vísir/Getty Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“ Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira