Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 15:12 Sigfús telur eðlilegar ástæður fyrir því að það hafi vantað bensín á tankinn hjá leikmönnum íslenka liðsins í gær. Vísir/VIlhelm Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. „Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan: HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan:
HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira