Guðmundur: „Uppstilling sem var að svínvirka og þá heldur maður í það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:17 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum. Vísir/Vilhelm „Við erum sársvekktir, það er vart hægt að lýsa því með orðum eftir stórkostlegan leik í 52-53 mínútur að minnsta kosti. Það sem mér finnst sárgrætilegast er að það erum við sem köstum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tap Íslands gegn Ungverjum í kvöld. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira