Guðmundur: „Uppstilling sem var að svínvirka og þá heldur maður í það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:17 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum. Vísir/Vilhelm „Við erum sársvekktir, það er vart hægt að lýsa því með orðum eftir stórkostlegan leik í 52-53 mínútur að minnsta kosti. Það sem mér finnst sárgrætilegast er að það erum við sem köstum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tap Íslands gegn Ungverjum í kvöld. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira