Fór í gegnum allan tilfinningaskalann Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2023 07:02 Sara Björk hefur leikið 145 landsleiki, fleiri en nokkur annar. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr. Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira