„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir Getty Images Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM í sumar og segir Sara Björk að þá hafi hugmyndin um að hætta kviknað. Draumur um að vera á meðal fyrstu íslensku kvennana til að spila á heimsmeistaramóti heillaði hins vegar. „Þetta var kannski svolítið í hausnum á mér eftir EM en svo var ég búin að ákveða það að ætla að komast á HM og klára það. Það hefði verið fullkomið að geta hætt þá, en því miður fór það ekki eins og maður ætlaði sér,“ segir Sara Björk. Klippa: Ótrúlega erfið ákvörðun Erfið ákvörðun Ísland tapaði naumlega leik fyrir Hollandi í lokaleik riðlakeppninnar í forkeppni HM, en jafntefli hefði dugað á mótið. Í kjölfarið fór liðið í umspil þar sem liðið tapaði á grátlegan máta fyrir Portúgal þar sem dómari leiksins hafði sitt að segja. Eftir að HM draumurinn var úti tók Sara Björk sér góðan tíma til að íhuga málið áður en hún komst að þessari niðurstöðu. „Þannig að eftir Portúgalsleikinn var þetta orðið ofarlega í hausnum á mér og ég hugsaði þetta alveg fram yfir áramót og lét svo Steina [Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara] vita að ég væri búin að taka ákvörðun,“ segir Sara Björk. „En samt á sama tíma er var þetta ótrúlega erfið ákvörðun eftir svona mörg ár og líka það að ég mun halda áfram að spila með Juventus. Þetta var erfið ákvörðun en ég held að tímapunkturinn og fyrir minn feril sé þetta besta ákvörðunin,“ segir Sara Björk. Álagið að segja til sín Sara Björk verður 33 ára gömul í september og hefur leikið á hæsta stigi Evrópuboltans undanfarin ár, með Rosengård, Lyon og nú Juventus. Hún segir margt liggja ákvörðuninni að baki, en álagið hafi þar sitt að segja auk móðurhlutverksins og hversu lítill tími gefst með fjölskyldunni. Sara Björk leikur í dag með Juventus á Ítalíu.Getty Images „Það eru margir hlutir sem spiluðu inn í. Þeir helstu eru að það er langt í næsta stórmót, ég er búin að vera núna að spila núna í nokkur ár á þessu stigi og maður finnur að líkaminn er að þreytast. Mér hefur fundist ég verið að halda svolítið mörgum boltum á lofti og vil reyna að minnka aðeins álagið og gefa mér og fjölskyldunni meiri tíma,“ „Ég vil reyna að vera 100 prósent á þeim stað sem ég er, einblína bara á Juventus og njóta heima með fjölskyldunni.“ segir Sara Björk. Viðtalsbútinn má sjá í spilaranum að ofan. Rætt verður nánar við Söru Björk í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í fótbolta Tímamót KSÍ Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira