Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 20:20 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans. Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans.
Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09