Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:30 Franskir ráðamenn hafa áhyggjur af öryggismálum í kringum ÓL 2024 í París. Getty Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun. Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september. Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september.
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira