Hafa aldrei spilað um verðlaun á HM en nokkrum sinnum munaði svo litlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 14:01 Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM 2007 í Þýskalandi þar sem Ísland var svo grátlega nálægt því að spila um verðlaun Getty/Christof Koepsel Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti og í raun aldrei spilað um verðlaun ólíkt því sem liðið hefur gert oftar en einu sinni á bæði Ólympíuleikum og Evrópumótum. Nú eru verðlaunavæntingar hjá sumum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst hjá okkar mönnum í kvöld. Það hafa samt verið nokkur heimsmeistaramót þar sem íslenska liðið hefur verið mjög nálægt því að spila um verðlaun á HM í handbolta. Hér ætlum við að líta aðeins til baka og skoða bestu heimsmeistaramót íslenska landsliðsins til þessa. Íslenska liðið hefur fimm sinnum verið í hópi sex bestu handboltaþjóða heims en bestum árangri náði liðið á HM í Kumamoto í Japan fyrir tæpum 26 árum síðan. Það munaði litlu í Kumamoto en strákarnir okkar hafa þó líklega aldrei verið nærri því að spila um verðlaun en á HM í Þýskalandi árið 2007. Frétt í Tímaum um Gunnlaug Hjálmarsson og íslenska liðið á HM 1961.Skjámynd/timarit.is/Tíminn 6. sæti 1961 Íslenska liðið tók fyrst þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta fyrir 65 árum síðan en íslenska liðið komst fyrst í hóp sex bestu þjóðanna á öðru heimsmeistaramóti þess sem fór fram í gamla Vestur-Þýskalandi í marsmánuði 1961. Íslenska liðið steinlá með ellefu marka mun í fyrsta leik á móti Dönum en vann síðan Sviss og komst þar með áfram í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á því að tryggja sér jafntefli á móti gríðarlega sterku liði Tékka með marki Gunnlaugs Hjálmarssonar örfáum sekúndum fyrir leikslok. Íslenska liðið átti því möguleika á að spila um verðlaun en þær vonir urðu að engu eftir átta marka tap fyrir Svíum í næsta leik og sjö marka sigur í síðasta leiknum á móti Frökkum breytti engu um það. Íslenska liðið spilaði um fimmta sætið á móti Dönum og töpuðu með eins marks mun, 13-14, eftir að hafa verið 13-9 yfir þegar tólf mínútur voru eftir. Íslenska landsliði endaði því í sjötta sæti en Tékkar, liðið sem strákarnir gerðu jafntefli við, fór alla leið í úrslitaleikinn sem Tékkar töpuðu á móti Rúmenum í tvíframlengdum leik. Svíar tóku bronsið. Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiesen fagna sigri á HM í Sviss 1986 en þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið 6. sæti 1986 Íslenska landsliðið hafði ekki átt góð heimsmeistaramót á áttunda áratugnum og missti alveg af HM 1982. Það var hins vegar að koma upp ný kynslóð sem hafði náð fjórða sætinu á sínu fyrsta stórmóti sem voru Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984. Eftir þann árangur voru væntingarnar miklar til liðsisn í Sviss en íslenska liðið fékk áfall í byrjun þegar liðið tapaði stórt á móti Suður-Kóreu í fyrsta leik á HM í Sviss 1986. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter með því að snú þessu við. Sigrar á Tékkum og Rúmenum komu íslenska liðinu í milliriðilinn en eins marks tap á móti Ungverjum og tap fyrir Svíum urðu til þess að liðið spilaði um fimmta sætið en ekki um verðlaun. Stærsti sigur Íslands á HM til þessa tíma, 25-16 sigur á Dönum, breytti engu um það. Íslenska liðið tapaði síðan á móti Spánverjum í leiknum um fimmta sætið. Dagblaðið Vísir fjallaði um árangur íslenska landsliðsins á HM í Kumamoto.Skjámynd/Timarit.is/DV 5. sæti 1997 Íslenska liðið átti magnað heimsmeistaramót í Kumamoto 1997. Liðið vann fjóra af fimm leikjum í riðlinum og fór taplaust inn í útsláttarkeppnina. Þar vann liðið 32-28 sigur á Noregi í sextán liða úrslitunum en tapaði síðan með eins marks mun á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ungverjar töpuðu með tólf mörkum á móti Svíum í undanúrslitunum en íslenska liðið vann bæði Spán og Egypta í leikjum um fimmta til átta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti með sjö sigrar og aðeins eitt tap í níu leikjum sínum á móti. Þetta var og er enn besti árangur Íslands á HM í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Pettersson fagna saman sigri á HM í Þýskalandi 2007.Getty/Christof Koepsel 8. sæti 2007 Næst því að leika um verðlaunasæti var íslenska liðið þó líklegast á HM 2007 í Þýskalandi. Íslenska liðið hafi tryggt sér sigur í riðlinum með átta marka sigri á Evrópumeisturum Frakka en endaði síðan í þriðja sæti í milliriðlinum á eftir Póllandi og Þýskalandi. Í átta liða úrslitunum mætti íslenska liðið Dönum í rosalegum leik. Danir unnu á endanum 42-41 í framlengdum leik þar sem íslenska liðinu þótti á sér brotið í lokaskoti sínu. Alexander Petersson skaut í stöng eftir að augljóslega var brotið á honum og Danir fóru í sókn og skoruðu sigurmarkið. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimmtán mörk í leiknum þar á meðal jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi framlengingu. Íslenska liðið komst ekki yfir vonbrigðin og tapaði bæði fyrir Rússlandi og Spáni í leikjunum um fimmta til átta sætið. Áttunda sætið varð því niðurstaðan en árið eftir átti íslenska liðið eftir að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikunum. 6. sæti 2011 Síðast þegar heimsmeistaramótið fór fram í Svíþjóð, fyrir tólf árum, þá náði íslenska liðið einnig sjötta sætinu. Íslenska liðið byrjaði mótið frábærlega og vann alla fimm leiki sína í riðlinum. Liðið náði ekki að fylgja því eftir og þrír tapleiki í röð í milliriðlinum þýddi að íslenska liðið spilaði ekki um verðlaun heldur um fimmta sætið. Leikurinn um fimmta sætið tapaðist með eins marks mun á móti Króatíu, 33-34, þannig að mótið sem byrjaði á fimm sigrum í röð endaði á fjórum tapleikjum í röð. Sjötta sætið varð samt niðurstaðan sem er annar besti árangur Íslands í sögu HM. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það hafa samt verið nokkur heimsmeistaramót þar sem íslenska liðið hefur verið mjög nálægt því að spila um verðlaun á HM í handbolta. Hér ætlum við að líta aðeins til baka og skoða bestu heimsmeistaramót íslenska landsliðsins til þessa. Íslenska liðið hefur fimm sinnum verið í hópi sex bestu handboltaþjóða heims en bestum árangri náði liðið á HM í Kumamoto í Japan fyrir tæpum 26 árum síðan. Það munaði litlu í Kumamoto en strákarnir okkar hafa þó líklega aldrei verið nærri því að spila um verðlaun en á HM í Þýskalandi árið 2007. Frétt í Tímaum um Gunnlaug Hjálmarsson og íslenska liðið á HM 1961.Skjámynd/timarit.is/Tíminn 6. sæti 1961 Íslenska liðið tók fyrst þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta fyrir 65 árum síðan en íslenska liðið komst fyrst í hóp sex bestu þjóðanna á öðru heimsmeistaramóti þess sem fór fram í gamla Vestur-Þýskalandi í marsmánuði 1961. Íslenska liðið steinlá með ellefu marka mun í fyrsta leik á móti Dönum en vann síðan Sviss og komst þar með áfram í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á því að tryggja sér jafntefli á móti gríðarlega sterku liði Tékka með marki Gunnlaugs Hjálmarssonar örfáum sekúndum fyrir leikslok. Íslenska liðið átti því möguleika á að spila um verðlaun en þær vonir urðu að engu eftir átta marka tap fyrir Svíum í næsta leik og sjö marka sigur í síðasta leiknum á móti Frökkum breytti engu um það. Íslenska liðið spilaði um fimmta sætið á móti Dönum og töpuðu með eins marks mun, 13-14, eftir að hafa verið 13-9 yfir þegar tólf mínútur voru eftir. Íslenska landsliði endaði því í sjötta sæti en Tékkar, liðið sem strákarnir gerðu jafntefli við, fór alla leið í úrslitaleikinn sem Tékkar töpuðu á móti Rúmenum í tvíframlengdum leik. Svíar tóku bronsið. Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiesen fagna sigri á HM í Sviss 1986 en þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið 6. sæti 1986 Íslenska landsliðið hafði ekki átt góð heimsmeistaramót á áttunda áratugnum og missti alveg af HM 1982. Það var hins vegar að koma upp ný kynslóð sem hafði náð fjórða sætinu á sínu fyrsta stórmóti sem voru Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984. Eftir þann árangur voru væntingarnar miklar til liðsisn í Sviss en íslenska liðið fékk áfall í byrjun þegar liðið tapaði stórt á móti Suður-Kóreu í fyrsta leik á HM í Sviss 1986. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter með því að snú þessu við. Sigrar á Tékkum og Rúmenum komu íslenska liðinu í milliriðilinn en eins marks tap á móti Ungverjum og tap fyrir Svíum urðu til þess að liðið spilaði um fimmta sætið en ekki um verðlaun. Stærsti sigur Íslands á HM til þessa tíma, 25-16 sigur á Dönum, breytti engu um það. Íslenska liðið tapaði síðan á móti Spánverjum í leiknum um fimmta sætið. Dagblaðið Vísir fjallaði um árangur íslenska landsliðsins á HM í Kumamoto.Skjámynd/Timarit.is/DV 5. sæti 1997 Íslenska liðið átti magnað heimsmeistaramót í Kumamoto 1997. Liðið vann fjóra af fimm leikjum í riðlinum og fór taplaust inn í útsláttarkeppnina. Þar vann liðið 32-28 sigur á Noregi í sextán liða úrslitunum en tapaði síðan með eins marks mun á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ungverjar töpuðu með tólf mörkum á móti Svíum í undanúrslitunum en íslenska liðið vann bæði Spán og Egypta í leikjum um fimmta til átta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti með sjö sigrar og aðeins eitt tap í níu leikjum sínum á móti. Þetta var og er enn besti árangur Íslands á HM í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Pettersson fagna saman sigri á HM í Þýskalandi 2007.Getty/Christof Koepsel 8. sæti 2007 Næst því að leika um verðlaunasæti var íslenska liðið þó líklegast á HM 2007 í Þýskalandi. Íslenska liðið hafi tryggt sér sigur í riðlinum með átta marka sigri á Evrópumeisturum Frakka en endaði síðan í þriðja sæti í milliriðlinum á eftir Póllandi og Þýskalandi. Í átta liða úrslitunum mætti íslenska liðið Dönum í rosalegum leik. Danir unnu á endanum 42-41 í framlengdum leik þar sem íslenska liðinu þótti á sér brotið í lokaskoti sínu. Alexander Petersson skaut í stöng eftir að augljóslega var brotið á honum og Danir fóru í sókn og skoruðu sigurmarkið. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimmtán mörk í leiknum þar á meðal jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi framlengingu. Íslenska liðið komst ekki yfir vonbrigðin og tapaði bæði fyrir Rússlandi og Spáni í leikjunum um fimmta til átta sætið. Áttunda sætið varð því niðurstaðan en árið eftir átti íslenska liðið eftir að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikunum. 6. sæti 2011 Síðast þegar heimsmeistaramótið fór fram í Svíþjóð, fyrir tólf árum, þá náði íslenska liðið einnig sjötta sætinu. Íslenska liðið byrjaði mótið frábærlega og vann alla fimm leiki sína í riðlinum. Liðið náði ekki að fylgja því eftir og þrír tapleiki í röð í milliriðlinum þýddi að íslenska liðið spilaði ekki um verðlaun heldur um fimmta sætið. Leikurinn um fimmta sætið tapaðist með eins marks mun á móti Króatíu, 33-34, þannig að mótið sem byrjaði á fimm sigrum í röð endaði á fjórum tapleikjum í röð. Sjötta sætið varð samt niðurstaðan sem er annar besti árangur Íslands í sögu HM.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira