Erlent

Fimm létust og þrettán særðust þegar maður ók inn í hóp af fólki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn er sagður hafa dreift peningaseðlum eftir að hann ók á fólkið.
Maðurinn er sagður hafa dreift peningaseðlum eftir að hann ók á fólkið. Getty

Lögregluyfirvöld í Guangzhou í Kína hafa handtekið mann sem ók inn í hóp af fólki. Fimm létust og þrettán særðust. Atvikið hefur vakið mikla reiði í Kína.

Myndskeið af atvikinu sýna ökumanninn stíga út úr bifreiðinni og henda peningaseðlum í loftið, skömmu eftir að hafa ekið á fólkið. Maðurinn er sagður vera 22 ára.

Atvikið átti sér stað á fjölförnum gatnamótum á annatíma í stórborginni.

Fyrr í þessari viku ók hótelgestur í Sjanghæ viljandi inn í anddyri hótelsins þar sem hann dvaldi eftir rifrildi við starfsfólk. Enginn slasaðist.

Þá ók maður stórri bifreið inn í hóp fólks í Fujian-héraði í febrúar í fyrra. Þrír létust og níu særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×