Boris, Brussel og bandarískir bændur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. janúar 2023 12:31 Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Brexit Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun