Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 21:44 Óttar Örn Sigurbergsson er framkvæmdastjóri Elko. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld. Verðlag Verslun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld.
Verðlag Verslun Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“